English version below
Vakin er sérstök athygli á tveimur spennandi hliðarviðburðum á morgun, föstudag, og á laugardag.
Á föstudag er efnt til matarveislu og öllum er boðið – sem kaupa miða. Á leynilegum stað slá landsins skemmtilegustu veitingamenn slegið upp matarboði fyrir gesti þar sem úrval rétta sem gætu hafa sprottið úr Djúpinu eða fjallshlíðum fjarðanna eru bornir fram með svalandi drykkjum og tónlist að hætti hátíðarinnar.
Að afloknum lokatónleikum hátíðarinnar á laugardag er listamönnunum boðið í ævintýraferð í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Gestum gefst tækfæri að slást með í för en sætin eru takmörkuð. Siglt er frá Sundahöfn með Sjóferðum um kl. 19. Eftir stutta siglingu taka gestgjafarnir á móti gestum á bryggjunni og bjóða í gönguferð en hvergi er eins víðsýnt um Djúp en eins og úr Vigur. Þegar göngunni líkur er skálað fyrir vel heppnaðri hátíð og veislumatur borinn á borð sem hæfir íslenskri sveit. Eftir málsverðinn, söng og gleði er siglt út Djúpið til móts við eilífa miðnætursól.
Dagurinn í dag er tileinkaður finnskri tónlist en við dagskrárgerð hátíðarinnar í ár hefur verið litið sérstaklega til Finnlands. Í hádeginu kynnumst við þjóðarhljóðfæri vina okkar Finna en í kvöld fjölbreyttri finnskri tónlist í flutningi margra listamanna hátíðarinnar.
MIÐASALA
Miða á einstaka tónleika má bæði kaupa á netinu og á tónleikastöðum.
Hátíðarpassar veita aðgang að öllum almennum tónleikum og afslátt að sérviðburðum, svo sem Sumarjazzi Jómfrúarinnar á laugardag, ógleymanlegu matarboði á föstudag og lokaveislu í Vigur. Handhafar hátíðarpassa geta haft samband í tölvupósti á hello@viddjupid.is til að kaupa miða á sérviðburði á sérstökum kjörum.
FIMMTUDAGURINN 19. JÚNÍ
Edinborg, kl. 12:15
Finnski arkitektinn og tónlistarmaðurinn Tuomas Toivonen flytur fjölbreytta dagskrá þar sem Kantele, þjóðarhljóðfæri Finna, er í forgrunni. Hann kynnir bæði gömul kvæði og lög en einnig eigin verk þar sem hann byggir á aldagamalli sagnahefð en færir til nútímans. Hér neðar í bréfinu er að finna viðtal við Tuomas.
Hamrar, kl. 20.
Listamenn hátíðarinnar með finnska píanistann Helgu Karen í broddi fylkingar flytja fjölbreytta tónlist frá Finnlandi. Á efnisskránni eru meðal annars strengjatríó eftir Jean Sibelius, verk fyrir einleiksselló eftir Kaija Saariaho, fyrir selló og harmoniku eftir Ilkka Kuusisto, bassaklarinett og selló eftir Kimmo Hakkola auk þess sem kantele eignast nýja vini. Fram koma Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Tuoivonen og Helga Karen.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Í Gallerí Úthverfu stendur yfir myndlistarsýning finnsku mynlististarmannanna Karoliinu Hellberg og Josefinu Nelimarkka. Sýningin er samstarfsverkefni hátíðarinnar og gallerísins.
An exhibition by Finnish artists Karoliina Hellberg and Josefina Nelimarkka is currently on view at Outvert Art Space. The exhibition is a collaborative project between the festival and the gallery.
THURSDAY AT THE VIÐ DJÚPIÐ
Before we get to dotay’s program, let’s highlight two events tomorrow and Saturday.
UNFORGETTABLE FEAST – SOLSTICE EXTRAVAGANZA
Tomorrow guests are invited to a feast — with ticket in hand. At a secret location, Iceland’s most fun culinary minds will host a long-table feast featuring flavors inspired by the sea, the mountains, and the fjords. Expect refreshing drinks, beautiful surroundings, and music in true Við Djúpið style.
Friday, 20 June. Meet at Edinborgarhúsið at 13:15. Ends around 17:00.
Festival pass holders get a discounted ticket.
VIGUR GRAND FINALE – BOAT RIDE, DINNER & SONG
Following the final concert of the festival, artists are invited to a magical evening on the island of Vigur. A few lucky guests can join the group — but spots are limited. The boat departs from Sundahöfn at 19:00 with Sjóferðir. After a short sail, local hosts greet the group and lead a walk around the island, offering panoramic views of Ísafjarðardjúp.
The evening continues with a celebratory dinner, traditional songs, and good company before everyone sets sail again, now into the golden stillness of the midnight sun.
Saturday, 21 June. Meet at Sundahöfn at 19:00. Runs until midnight.
BOX OFFICE
Tickets for individual concerts can be purchased online or at the door.
THURSDAY, JUNE 19
Edinborg, 12:15 PM
Finnish architect and musician Tuomas Toivonen presents a varied program centered around the kantele, Finland’s national instrument. He will perform a selection of traditional songs and ballads, alongside his own compositions, which draw on centuries-old storytelling traditions while bringing them into a contemporary context.
You’ll find an interview with Tuomas further down in this letter.
Hamrar, 8:00 PM
Festival artists, led by Finnish pianist Helga Karen, present a diverse program of music from Finland. The evening includes a string trio by Jean Sibelius, work for solo cello by Kaija Saariaho, a duet for cello and accordion by Ilkka Kuusisto, a piece for bass clarinet and cello by Kimmo Hakola, and new friendships for the kantele.
Performers include Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Toivonen, and Helga Karen.
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival