English version below
Hátíðin er farin að styttast í annan endann og að ná hápunkti. Þrennir tónleikar á dagskrá, auk uppskerutónleika tónlistarleikjanámskeiðsins, allir mjög ólíkir að formi, gerð og efnisvali. Klarínett í hádeginu, Kurt Weill á stórtónleikum í Hömrum og svo söngvaskáld á Dokkunni síðkvölds.
MIÐASALA
Miða á einstaka tónleika má bæði kaupa á netinu og á tónleikastöðum.
Handhöfum hátíðapassa er bent á að þeir njóta afsláttar á sérviðburði svo sem hið ógleymanlega matarboð í dag, Sumarjazz Jómfrúarinnar á morgun að ógleymdri Vigurferð annað kvöld en þar verður hnútur hnýttur á hátíðina með söng, gleði og góðum mat. Vilji passahafar nóta sérkjaranna senda þeir póst á hello@viddjupid.is.
FÖSTUDAGURINN 20. JÚNÍ
Edinborg kl. 12:15
Írski klarínettleikarinn Carol McGonnell býður upp á stutta einleikstónleika þar sem uppáhaldshljóðfæri margra er í forgrunni. Tónleikarnir eru tilvalinn upptaktur að sólstöðuhelginni.
Leynistaður en mæting við Edinborgarhús kl. 13:15.
Hátíðin efnir til matarveislu og öllum er boðið – sem kaupa miða. Á leynilegum stað hafa landsins skemmtilegustu veitingamenn slegið upp matarboði fyrir gesti þar sem úrval rétta sem gætu hafa sprottið úr Djúpinu eða fjallshlíðum fjarðanna eru bornir fram með svalandi drykkjum og tónlist að hætti hátíðarinnar. Ógleymanlegt matarboð sem þekkist ekki við Djúp.
Bryggjusalur Edinborgarhúss kl. 16:15
Þátttakendur í tónlistarleikjanámskeiði bjóða á stutta uppskeruhátíð en alla vikuna hafa þau sótt námskeið í tónlist. Aðgangur er ókeypis.
Hamrar kl. 20
Sannkallaðir stórtónleikar þar sem vin- og söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius bjóða upp á veislu sönglaga þýska tónskáldsins Kurts Weills ásamt stórri hljómsveit listamanna hátíðarinnar. Lögin eru útsett fyrir tilefnið af Þórði Magnússyni og spanna feril Weills en í ár eru liðin 125 ár frá fæðingu hans.
Dokkan kl. 22:15
Síðkvöldstónleikar á Dokkunni, brugghúsi bæjarins, þar sem vinsæl söngvaskáld, Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK) og Ellis Ludwig-Leone (San Fermin) bjóða upp á nýja tónlist í félagi við hljóðfæraleikara úr kammerhópnum Decoda frá Bandaríkjunum.
Miðar á tónleikana eru ekki seldir í forsölu en hátíðarpassar gilda og miðar seldir við innganginn.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
FRIDAY AT VIÐ DJÚPIÐ
As the festival nears its peak, three diverse concerts are scheduled. The day features a clarinet recital, a grand Kurt Weill tribute in Hamrar, and an intimate singer-songwriter session at Dokkan late in the evening.
BOX OFFICE
Tickets for individual concerts can be purchased online or at the door.
Festival pass holders are reminded that their passes include discounts on special events — such as today’s unforgettable dinnerparty, tomorrow’s Summer Jazz and the grand finale trip to Vigur the tomorrow evening, where the festival wraps up with music, joy, and good food.
To claim the discount, pass holders can email: hello@viddjupid.is.
FRIDAY, JUNE 20
Edinborg, 12:15 PM
Irish clarinetist Carol McGonnell presents a short solo recital spotlighting what many consider their favorite instrument. This lunchtime concert is a perfect prelude to the solstice weekend.
Secret location, at 13:15 – leaving from Edinborgarhús, Aðalstræti 7
You are invited to a feast — if you have a ticket in hand. At a secret location, Iceland’s most fun culinary minds will host a long-table feast featuring flavors inspired by the sea, the mountains, and the fjords. Expect refreshing drinks, beautiful surroundings, and music in true Við Djúpið style.
Hamrar, 8:00 PM
A grand evening concert featuring vocalists and friends Hildigunnur Einarsdóttir and Sigríður Thorlacius, who bring to life the songs of German composer Kurt Weill alongside the festival ensemble. The arrangements, specially made for this occasion by Þórður Magnússon, span Weill’s career.
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival