Á dögunum sendum við ykkur lítið ástarbréf þar sem við skoðuðum dagskrá miðvikudagsins (18. júní) á Við Djúpið og kynntumst víóluleikaranum Meena Bashin Dalby.
Nú ætlum við að skoða fimmtudaginn, þriðja dag hátíðarinnar, 19. júní. Hann er helgaður finnskri tónlistararfleifð. Á hátíðina mæta finnskir tónlistar- og myndlistarmenn með finnska tónlist og hljóðfæri í farteskinu.
Sala hátíðarpassa stendur yfir á netinu. Passarnir innihalda:
Aðgang að öllum tónleikum á aðalsviði hátíðarinnar í Hömrum.
Aðgang að öllum hádegistónleikum í Edinborg.
Aðgang að tónleikunum Live at Dokkan: Söngvaskáld.
Forgang að sætum og afslátt á miðum á Sumarjazz Jómfrúarinnar.
Afslátt að öðrum hliðarviðburðum hátíðarinnar, svo sem ógleymanlegu matarboði og lokaveislu í Vigur.
Hátíðarpassarnir verða að sjálfsögðu líka til sölu á tónleikastöðunum.
FIMMTUDAGURINN 19. JÚNÍ
Dagurinn er tileinkaður finnskri tónlist en við dagskrárgerð hátíðarinnar í ár hefur verið litið sérstaklega til Finnlands. Í hádeginu kynnumst við þjóðarhljóðfæri vina okkar Finna en um kvöldið fjölbreyttri finnskri tónlist í flutningi margra listamanna hátíðarinnar.
Edinborg, kl. 12:15
Finnski arkitektinn og tónlistarmaðurinn Tuomas Toivonen flytur fjölbreytta dagskrá þar sem Kantele, þjóðarhljóðfæri Finna, er í forgrunni. Hann kynnir bæði gömul kvæði og lög en einnig eigin verk þar sem hann byggir á aldagamalli sagnahefð en færir til nútímans. Hér neðar í bréfinu er að finna viðtal við Tuomas.
Hamrar, kl. 20.
Listamenn hátíðarinnar með finnska píanistann Helgu Karen í broddi fylkingar flytja fjölbreytta tónlist frá Finnlandi. Á efnisskránni eru meðal annars strengjatríó eftir Jean Sibelius, verk fyrir einleiksselló eftir Kaija Saariaho, fyrir selló og harmoniku eftir Ilkka Kuusisto, bassaklarinett og selló eftir Kimmo Hakkola auk þess sem kantele eignast nýja vini. Fram koma Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Tuoivonen og Helga Karen.
HLJÓÐFÆRI FYRIR LÍTIÐ HÚS, TIL DÆMIS SAUNA
Finnski arkitektinn og tónlistarmaðurinn Tuomas Toivonen sækir Ísafjörð heim á tónlistarhátíðina Við Djúpið. Tuomas hefur komið víða við á ferlinum; er lykilmaður í finnsku hjómsveitinni Giant Robot, hefur hannað hús og tekið þátt í stórum arkitektasamkeppnum, meira að segja hérlendis.
Tuomas hefur einnig í félagi við eiginkonu sína Nene Tsubo byggt og rekið sauna-staðinn Kulttuurisauna á besta stað við hafið í Helsinki. Þegar þau voru að byggja saununa velti hann því fyrir sér hvaða hljóðfæri myndi passa best fyrir rýmin í byggingunni. Estitík kantelesins heillaði hann, hlutföll, saga þess og hvernig hljóðfærið var tengt skapara sínum eða eiganda og hvernig fólk spilaði mismunandi á hljóðfærin.
Í vetur áttu Greipur, stjórnandi hátíðarinnar, og Tuomas stutt spjall á fjarfundi fyrir menningarfréttabréfið Edda og Greipur mæla með. Við birtum hér viðtalið til gamans. Tuomas m.a. segir frá því að kantele var og er mikið notað sem meðleikur með vísnasöng þar sem langar frásagnir eru bundnar í söng. Á hádegistónleikunum fimmtudaginn 19. júní flytur hann bæði hefbundin verk en líka eigin sem sækja í arfinn en segja nýjar sögur.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Fyrir utan fréttabréfið sem þú ert að lesa er Instagram-reikningur hátíðarinnar góð leið til að fylgjast með Við Djúpið.
SOUND FOR A SMALL HOUSE
Recently, we sent you a little love letter exploring the Wednesday (June 18) program of Við Djúpið and introducing violist Meena Bashin Dalby.
Now, we turn our attention to the Thursday, the third day of the festival—June 19. This day is dedicated to the rich heritage of Finnish music. Joining us at the festival are Finnish musicians and visual artists, bringing with them Finnish music, instruments, and perspectives.
Festival passes are now available online. Each pass includes:
Access to all mainstage concerts at Hamrar.
Access to all lunchtime concerts at Edinborg.
Admission to Live at Dokkan: Songwriters.
Priority seating and discounted tickets to the Jómfrúin Summer Jazz concert.
Discounts on other festival events, including the unforgettable dinner party and closing celebration on the island of Vigur.
Festival passes will of course also be available for purchase at the concert venues.
THURSDAY, JUNE 19
This day is dedicated to Finnish music, as this year’s festival programming places a special focus on Finland. At midday, we are introduced to the national instrument of our Finnish friends, and in the evening, a rich array of Finnish music will be performed by a number of festival artists.
Edinborg, 12:15 PM
Finnish architect and musician Tuomas Toivonen presents a varied program centered around the kantele, Finland’s national instrument. He will perform a selection of traditional songs and ballads, alongside his own compositions, which draw on centuries-old storytelling traditions while bringing them into a contemporary context.
You’ll find an interview with Tuomas further down in this letter.
Hamrar, 8:00 PM
Festival artists, led by Finnish pianist Helga Karen, present a diverse program of music from Finland. The evening includes a string trio by Jean Sibelius, work for solo cello by Kaija Saariaho, a duet for cello and accordion by Ilkka Kuusisto, a piece for bass clarinet and cello by Kimmo Hakola, and new friendships for the kantele.
Performers include Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Toivonen, and Helga Karen.
AN INSTRUMENT FOR A SMALL HOUSE – FOR INSTANCE, A SAUNA
The Finnish architect and musician Tuomas Toivonen visits Ísafjörður this summer for the Við Djúpið Music Festival. Tuomas has led a multifaceted career: he’s a founding member of the Finnish band Giant Robot, has designed buildings and participated in major architecture competitions — even in Iceland.
Together with his partner, architect Nene Tsuboi, Tuomas designed and runs the well-known Kulttuurisauna — a seaside sauna and cultural venue in Helsinki. During its construction, he began to wonder what kind of instrument would best suit the acoustics and atmosphere of such a space. He was drawn to the kantele — its proportions, its aesthetic, its deep connection to its maker and player, and the variety of ways people engage with it.
Scroll to to Icelandic version for the video.
Earlier this year, Greipur, the festival’s director, had a short video call with Tuomas for Edda og Greipur mæla með, a cultural newsletter. We share their conversation here for your enjoyment. In it, Tuomas reflects on how the kantele was — and still is — commonly used to accompany sung ballads, long stories carried through song. At the lunchtime concert on Thursday, June 19, he will perform both traditional pieces and original works that draw from this heritage while telling new stories.
THE SOLSTICE WEEKEND
A four-day weekend filled with surprising events and diverse concerts, blending music from Finland, Kurt Weill, Iceland, and beyond.
June 19–21
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival