Í NÝLENDUNNI SUMARIÐ 2026
IN THE SETTLEMENT – THE SUMMER OF 2026
Það eru jafndægur að hausti, sumri tekið að halla, og dagarnir í þann mund að verða styttri en næturnar hér við 66. breiddargráðuna. Þetta eru tilvalin tímamót til að draga upp úr hattinum fyrstu dagskráratriði tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið sem fram fer á Ísafirði, einmitt þegar sól er hæst á lofti, dagana 17. til 21. júní 2026.
Yfirskrift hátíðarinnar 2026 er „Í nýlendunni“ og vísar til samfélagsins á Ísafirði sem hefur mótast í gegnum aldirnar af fólki og menningu sem bæði hefur sprottið upp í firðinum en ekki síður borist yfir hafið með ólíkum hópum íbúa.
Ísafjörður var lengi verslunarstaður danskra kaupmanna og rík dönsk áhrif hafa mótað samfélagið; frá byggingu verslunarhúsa í Neðstakaupstað og síðar Miðkaupstað á 18. og 19. öld sem enn setja svip á bæinn til nútímalegrar kaupakonu og heiðursborgara í bakaríi við Silfurtorg fram á 21. öldina.
NOVO QUARTET
Hátíðin heiðrar dönsk áhrif á sögu samfélags við Djúp með komu danska strengjakvartettsins NOVO Quartet. Hann var stofnaður árið 2018 og varð fljótlega áberandi meðal ungra tónlistarhópa í Evrópu. Nú treður kvartettinn upp á um 75 tónleikum árlega og hefur stigið á stokk í tónlistarhúsum á borð við Wigmore Hall og Victoria Hall ásamt því að bera hróður kammertónlistarinnar til ýmissa horna heimsins svo sem til Grænlands, Svalbarða, Kólumbíu og Reykjavíkur en þar komu þau fyrst fram snemma á þessu ári.

Kvartettinn hefur átt í góðu samstarfi við listafólk á borð við Quatuor Modigliani, The Danish String Quartet, Per Tengstrand og Alexander Lonquich og tekið þátt í verkefnum á borð við Dreamers’ Circus og Bremer/McCoy.
NOVO kvartettinn hefur átt velgengni að fagna og hlotið verðlaun í tónlistarkeppnum í Genf, Heidelberg, Carl Nielsen-keppninni og í Þrándheimi. Þau voru valin í BBC Radio 3 New Generation Artists Scheme 2025–27 sem verður að teljast mikil viðurkenning fyrir sívaxandi alþjóðlegan feril kvartettsins. Danski ríkislistasjóðurinn útnefndi þau einnig í Den Unge Kunstneriske Elite 2024–26.
Samhliða þéttri tónleikadagskrá heldur NOVO kvartettinn úti sinni eigin helgarlöngu tónlistarhátíð, ACROSS, þar sem kammerónlist er í hávegum höfð og tónlistarhópum víðsvegar að er boðið til þátttöku.
NOVO Quartet kemur fram á tónleikum á hátíðinni sumarið 2026.
LEIÐA KAMMERNÁMSKEIÐ HÁTÍÐARINNAR
Síðsumars var tilkynnt að NOVO Quartet yrði tónlistarhópur í samstarfi við Royal Northern College of Music (RNCM) í Manchester á Englandi á nýhöfnu skólaári. Þar munu þau styðja við næstu kynslóð tónlistarfólks með tónleikahaldi, námskeiðum og fleiru.
Og það er návkæmlega það sem þau ætla sér einnig á Ísafirði næsta sumar. NOVO leiðir kammertónlistarnámskeið hátíðarinnar – meðlimir kvartettsins skipta sér niður í hópa með nemendum sem sækja námskeiðið og koma fram með þeim á lokatónleikum.
Námskeiðið er ætlað strengja- blásturs- og píanónemendum sem vilja sækja sér aukna færni í meðleik og kammertónlist. Skráning á námskeiðið hefst síðar í haust en kennsla fer fram dagana 17., 18., 19. og 20. júní og uppskerutónleikar sunnudaginn 21. júní.
IN THE SETTLEMENT –
THE SUMMER OF 2026
It is the autumn equinox, the summer is fading, and here near the Arctic Circle the days are just about to become shorter than the nights. A fitting moment to share the first program announcements for the Við Djúpið Music Festival, which takes place in Ísafjörður at the height of the midnight sun, June 17–21, 2026.
The theme of the 2026 festival is “In the Settlement”, referring to the community of Ísafjörður, shaped through the centuries both by those rooted in the fjord and by people and cultures that have arrived across the sea.
For centuries, Ísafjörður was a trading post for Danish merchants, whose presence left a lasting imprint on the town—from the 18th- and 19th-century houses of Neðstikaupstaður and Miðkaupstaður, still defining features of the town, to a modern-day Danish lady in a bakery at the town square into the 21st century.
THE NOVO QUARTET
The festival will honor this Danish influence with the participation of the Danish string ensemble NOVO Quartet. Founded in 2018, the quartet quickly rose to prominence among Europe’s young chamber groups. Today, they perform around 75 concerts a year, appearing in venues such as Wigmore Hall and Victoria Hall, while also carrying chamber music to far corners of the world — from Greenland and Svalbard to Colombia and Reykjavík, where they made their Icelandic debut earlier this year.

They have collaborated with artists including Quatuor Modigliani, the Danish String Quartet, Per Tengstrand, and Alexander Lonquich, and have taken part in projects with Dreamers’ Circus and Bremer/McCoy.
NOVO Quartet has received international recognition and awards at competitions in Geneva, Heidelberg, the Carl Nielsen Competition, and Trondheim. They were recently selected for the BBC Radio 3 New Generation Artists Scheme 2025–27, a major distinction marking their growing international career. They have also been named to Denmark’s The Young Artistic Elite 2024–26 by the Danish Arts Foundation.
Alongside their busy concert schedule, NOVO Quartet runs their own weekend chamber music festival, ACROSS, which brings together ensembles from across Europe.
LEADING THE FESTIVAL’S CHAMBER MUSIC COURSE
Earlier this autumn it was announced that NOVO Quartet has been appointed Ensemble in Association with the Royal Northern College of Music (RNCM) in Manchester for the new academic year. There, they will support the next generation of musicians through concerts, teaching, and workshops.
And that is exactly what they will also do in Ísafjörður next summer. NOVO will lead the festival’s chamber music course – the members of the quartet will divide into groups with the students and perform together with them at the final concert.
The course is open to advanced students of strings, winds, and piano who want to develop their skills in ensemble playing and chamber music. Registration opens later this autumn, with classes taking place June 17–20 and the concluding concert on Sunday, June 21.

