Á laugardag eru sólstöður að vetri – sólin lægst á lofti hér á norðurhveli. Tónlistarhátíðin Við Djúpið er að jafnaði haldin akkúrat hinumegin í hringnum, þegar sólin er hæst á lofti. Við hlökkum til sumarsins en það er ekki komið að því strax.
Við höfum endurnýjað vinsælan lagalista okkar Winter Music sem kom fyrst út um þetta leyti í fyrra. Hann innheldur fjölbreytta tónlist sem á við kuldann og myrkrið framundan – mögulega kærkomin hvíld frá jólatónlistinni en passar ágætlega fyrir bakgrunn veisluhaldanna næstu vikur.
Lagalistinn býður hvorutveggja upp á endurlit til liðinna hátíða við Djúpið ásamt því að gefa vísbendingu um hvað koma skal. Við sögðum frá því í síðasta fréttabréfi að yfir hátíðinni 2025 svífa finnskir vindar. Meðal þeirra verka sem mun hljóma er tróið Light and Matter eftir Kaija Saariaho fyrir píanó, fiðlu og selló. Það er að finna má á listanum.
Hátíðarpassi til sölu
Kannski er einhver nálægt þér sem gæti viljað eiga inni draum um langa daga, bjartar sumarnætur og fjölbreytta tónleikadagskrá næsta sumar. Nú er með auðveldum hætti hægt að kaupa hátíðarpassa á Við Djúpið næsta sumar. Stuttu eftir að greiðsla hefur farið fram fær kaupandi ávísun á passa í tölvupósti.
Með óskum um gleðileg jól,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Við Djúpið á Instagram
Því ekki að fylgja okkur á Instagram og fylgjast þannig enn betur með því sem við erum að gera.
Winter Solstice
The Countdown Begins
Winter solstice is upon us this Saturday – the shortest day of the year in the northern hemisphere. The Við Djúpið Music Festival, on the other hand, is typically held on the opposite side of the calendar, when the sun is at its peak. While we eagerly look forward to summer, it’s not quite here yet.
In the meantime, we’ve updated our popular Winter Music playlist, which was first released around this time last year. It features a diverse selection of music to complement the cold and darkness ahead – a welcome break from holiday tunes, perhaps, but also fitting as a backdrop for the celebrations to come.
The playlist offers a glimpse into past Við Djúpið festivals and hints at what’s in store for the future. In our last newsletter, we shared that Finnish winds will sweep through the 2025 festival. Among the works to be performed is Light and Matter by Kaija Saariaho, written for piano, violin, and cello. You can find it on the playlist as well.
Festival Pass Now on Sale
Do you know someone who dreams of long days, bright summer nights, and a diverse concert program next summer? It's now easier than ever to purchase a festival pass for Við Djúpið 2025. Shortly after payment, buyers will receive a pass voucher via email.
Best wishes for the holidays ahead,
Við Djúpið Music Festival
Við Djúpið on Instagram
Why not follow us on Instagram to stay even more connected with what we’re up to?