Það er innan við mánuður í að tónlistarhátíðin Við Djúpið hefjist að nýju. Á næstu dögum ætlum við að kynna dagskrá hátíðarinnar betur fyrir ykkur og einnig hóp listafólks sem tekur þátt í sumar. Við byrjum á að skoða annan dag hátíðarinnar, miðvikudaginn 18. júní.
Sala hátíðarpassa er hafin á netinu en auk þess að veita aðgang að öllum almennum tónleikum hátíðarinnar í Hömrum og hádegistónleikum í Edinborg gilda þeir líka á sérstaka söngvaskáldatónleika á Dokkunni og veita afslátt að Sumarjazzi Jómfrúarinnar og tryggja passahöfum forgang að þeim.
Hátíðarpassarnir verða að sjálfsögðu líka til sölu á tónleikastöðunum.
MIÐVIKUDAGURINN 18. JÚNÍ
Annan dag hátíðarinnar mætti kalla dag endurfunda. Tveir bandarískir kammerhópar koma fram á sitthvorum tónleikunum en allir hjóðfæraleikararnir hafa komið fram á hátíðinni einhverntíma áður, fyrst 2009 og síðast í fyrra.
Edinborgarhúsið, kl. 12:15
Á fyrstu hádegistónleikum sumarsins kemur fram ameríska píanótríóið Antigone sem hátíðargestir kynntust sumarið 2024. Á stuttum tónleikum bjóða þau upp á nokkuð íburðarmikla dagskrá sem samanstendur af tveimur verkum. Annarsvegar píanótríói eftir Kaija Saariaho og hinsvegar tríói eftir bandaríska tónskáldið Gabriela Lena Frank.
Hamrar, kl. 20
Kammerhópurinn Decoda hefur verið viðloðandi tónlistarhátíðina síðan árið 2011 og mætt til leiks í mismunandi myndum. Nú sækir hátíðina heim kvartett skipaður strengjum og klarinetti. Á tónleikum í Hömrum hljómar tónlist tveggja meistara, þeirra Mozarts og Messiean. Frábær kammertónlist í flutningi tónlistarfólks sem elskar að spila.
Í Decoda í ár eru Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari sem fyrst kom fram á hátíðinni 2009 með kammersveitinni Ísafold, klarinettleikarinn Carol McGonnel sem kom síðast vestur 2013 og svo hjónin Owen og Meena Bashin Dalby. Þau komu til Ísafjarðar fyrst 2011 og aftur 2012 og 2013. Svo fór að árið 2014 mættu þau á ný til Ísafjarðar en ekki til að koma fram á hátíðinni heldur til að gifta sig.
AFTUR TIL ÍSAFJARÐAR
Bandaríski víóluleikarinn Meena Bhasin Dalby hefur orðið:
Ég varð eiginlega orðlaus þegar ég kom fyrst til Ísafjarðar. Mér fannst náttúran svo ótrúlega falleg – ósnortin og heilög á einhvern hátt. Það var svo sterkt að finna að hér var landslag sem hafði ekki verið yfirtekið eða eyðilagt af byggð og framkvæmdum. Mér fannst Ísafjörður vera dæmi um samfélag sem lifði með landinu, annaðist það og verndaði. Þetta var staður sem virkilega snerti hjartað.

Strax þegar við fórum vissum við að við vildum snúa aftur. Það var sambland af stórbrotinni náttúrunni og fólkinu – svo hlýtt og móttækilegt samfélag. Greipur hafði byggt upp svo einstakan kjarna í kringum Við Djúpið. Við tölum um salt of the earth – fólk sem er jarðbundið, einlægt og ekki fast í bullinu. Ég fann að fólkið lifði með skýrari forgangsröðun og ró. Það hafði djúp áhrif á mig.
Þegar ég hugsa um tónleikagesti hátíðarinnar eru orðin sem mér dettur hug: Hlýir. Forvitnir. Opnir. Það var ótrúlegt að finna hversu móttækilegir gestir voru fyrir nýrri tónlist – viljugir að hlusta og upplifa eitthvað óvenjulegt. Það var ekki spurt um það sem fólk þekkti, heldur: „Hvað ætlið þið að kynna fyrir okkur, bjóða upp á?“ Það var svo hressandi og gefandi, sérstaklega fyrir okkur sem komum frá Bandaríkjunum.
Þegar ég læt hugann reika til brúðkaupsins þá upplifði ég sterkt að hlutirnir voru ekki að fara samkvæmt upprunalegu áætluninninni. Það var ákveðin óvissa í loftinu – ekki beint stress, heldur meira eins og tilfinningin að þurfa að sleppa tökunum og treysta því sem væri að mótast. Það er það sem ég man einna helst, svona í hreinskilni. En það sem stendur sterkast eftir er hvernig samfélagið tók utan um okkur. Allt varð svo samstillt – fólk sem við þekktum og jafnvel þekktum alls ekki, kom saman og hjálpaði okkur að skapa eitthvað fallegt og eftirminnilegt. Þetta var ekki bara brúðkaup, heldur sameiginleg athöfn þorpsins, þar sem við fundum hvað það getur verið magnað þegar margir leggja hönd á plóginn. Það var virkilega fallegt.
Ég verð mjög tilfinningasöm bara við að hugsa um að við séum á leið til Ísafjarðar á ný. Spennan er mikil, en líka eithvað dýpra innra með mér – við erum að snúa aftur á stað sem hefur haft djúp áhrif á líf okkar. Að koma núna með börnin okkar – sem voru ekki einu sinni til þegar við vorum þarna fyrst – það er mjög sérstakt. Það er eins og fallegur hringur lokist, og við séum að bjóða næstu kynslóð velkomna inn í eitthvað sem okkur þykir heilagt. Ísafjörður varð hluti af okkar sögu, bæði í gegnum tónlistarhátíðina og brúðkaupið. Að fá að deila því núna með börnunum okkar og hitta aftur fólkið sem okkur þykir vænt um – það er mjög dýrmætt.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er á Instagram. Endilega fylgist með!
ÍSAFJÖRÐUR LOVE STORY
Less than a month remains until the Við Djúpið music festival returns. In the coming days, we’ll be sharing more details about this summer’s programme and introducing the artists taking part. We begin with a look at the second day of the festival — Wednesday, June 18.
Festival passes are now available online. In addition to granting access to all general concerts in Hamrar and the lunchtime concerts at Edinborg, the pass also includes admission to the special singer-songwriter concert at Dokkan. It offers a discount and priority access to the Jómfrúin Summer Jazz event.
Festival passes will, of course, also be available for purchase at the concert venues.
Registration for our International Songwriters Workshop is still open. Participants will work closely with renowned songwriters from North America and Europe, including Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK), Ellis Ludwig-Leone (San Fermin), and Ísafjörður's own Mugison.
JUNE 18 – WEDNESDAY
The second day of the festival could be called a day of reunions. Two American chamber ensembles will perform in separate concerts, and all of the musicians have appeared at the festival before — some as far back as 2009, and most recently, just last year.
Edinborgarhúsið Cultural Center, 12:15 PM
The first lunchtime concert of the summer features the American piano trio Antigone, who festivalgoers were introduced to in the summer of 2024. In this short concert, the trio presents an ambitious programme consisting of two works: a piano trio by Kaija Saariaho and another by American composer Gabriela Lena Frank.
Hamrar, 8:00 PM
The chamber ensemble Decoda has been closely connected with the festival since 2011, appearing in various formations over the years. This summer, a trio of strings and a clarinet returns to Ísafjörður. Their programme features the music of two masters — Mozart and Messiaen — offering exceptional chamber music performed by musicians who truly love to play.
This year’s Decoda lineup includes cellist Sæunn Þorsteinsdóttir, who first performed at the festival in 2009 with the chamber orchestra Ísafold; clarinetist Carol McGonnell, last seen in the Westfjords in 2013; and the duo Owen and Meena Bashin Dalby. They first came to Ísafjörður in 2011 and returned in 2012 and 2013. In 2014, they came back once more — not to perform, but to get married.
ÍSAFJÖRÐUR REVISITED
Viola player, Meena Bhasin Dalby talks about Ísafjörður:
Do you remember how you felt when you first arrived in Ísafjörður?
I was honestly speechless. I was so overcome by the beauty — the untouched nature. There was something deeply moving about being in a place where the land hadn’t been overdeveloped or paved over. Ísafjörður felt like a rare example of people living with the land, tending to it, and stewarding it with care. It was incredibly inspiring — a part of the Earth that still feels sacred.

When you left for the first time, did you already know you wanted to return?
Absolutely. From the moment we left, we knew we wanted to come back. It was a combination of the rugged beauty and the people — warm, welcoming, grounded. The community around Við Djúpið was something really special. There’s a phrase we use here: “salt of the earth.” That’s exactly how I’d describe the people we met — sincere, present, not caught up in the noise of modern life. That feeling stayed with us.
How would you describe the festival audience — in just a few words?
Warm, curious, open. There was such a willingness to explore new sounds, to listen deeply, and to be present. I remember being really struck by that. It wasn’t about hearing the same old repertoire — people wanted to experience something new, something alive. As artists, that was incredibly refreshing.
What stands out most in your memory from the wedding?
Honestly? At the time, a bit of chaos! Things didn’t go according to plan, and I remember feeling a little overwhelmed. But when I look back now, what truly stands out is the way the entire community came together to help us. People we barely knew stepped in and made something beautiful happen. It was such a powerful experience of collective care — of being held by a village. That memory has stayed with me ever since.
What kinds of emotions are coming up now, as you prepare to return to Ísafjörður?
So many. Excitement, for sure. But also something deeper — a sense of returning to a place that left a lasting imprint on our hearts. To bring our kids there now... it’s emotional. They didn’t exist when we first came to Ísafjörður, and now we get to share this place — this piece of our story — with them. It feels like closing a beautiful circle. Returning to a place where we felt deep love and connection, and inviting our children into that — it’s sacred for us. And of course, we’re so looking forward to seeing people we care about. It’s been far too long.
FESTIVAL PACKAGES – THREE OPTIONS
For those coming from afar who want to experience the very best that Ísafjörður and the festival have to offer, we’ve partnered with The Fjord Hub to create three unique packages. Each one includes concert tickets, delicious meals, and unforgettable nature experiences—carefully curated to make the most of your stay.
THE OFFICIAL VIÐ DJÚPIÐ FESTIVAL PACKAGE
Join us for an unforgettable musical adventure at the edge of the world with this 5-night package tour.
June 17–21
THE FESTIVAL ESCAPE
Experience the first half of the festival with this 3-night package tour—perfect for those who want a shorter but still extraordinary taste of Við Djúpið.
June 17–19
THE SOLSTICE WEEKEND
A four-day weekend filled with surprising events and diverse concerts, blending music from Finland, Kurt Weill, Iceland, and beyond.
June 19–21
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival