English version below
Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefst í dag með spennandi dagskrá. Líkt og undanfarin ár er blásið í hátíðarlúðra á Ísafirði þegar þjóðin fagnar lýðveldisafmælinu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið er samofin bæjarhátíðarhöldunum; hefst á opnun myndlistarsýningar, heldur áfram á huggulegum útitónleikum í Blómagarðinum og lýkur á opnunarhátíð í Hömrum.
MIÐASALA OG HÁTÍÐARPASSAR
Miða á einstaka tónleika má bæði kaupa á netinu og á tónleikastöðum.
Sama á við um hátíðarpassana, þá má kaupa á netinu eða á tónleikastöðunum.
DAGSKRÁIN Í DAG, 17. JÚNÍ
Eyrartún frá kl. 14
Hátíðahöld í tilefni 17. júní fara fram á Eyrartúni á Ísafirði og hefjast kl. 14. Ávörp, m.a. fjallkonu, kórsöngur og karamelluregn. Vígsluafmælis gamla sjúkrahússins verður einnig minnst en það var vígt 17. júní 1925. Af því tilefni verður húsið til sýnis frá 14:30 og myndlistarkonan Elín Hansdóttir opnar sýningu í sýningarsal Listasafns Ísafjarðar.
Gallerí Úthverfa, kl. 16
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er sveipuð finnskum blæ í ár og hluti af finnskri dagskrá hennar er myndlistarsýning í samvinnu við Gallerí Úthverfu þar sem finnsku myndlistarkonurnar Josefina Nelimarkka og Karoliina Hellberg sýna verk undir heitinu Parallel Dimensions. Sýningin opnar kl. 16 og þangað eru öll velkomin. Hún stendur til 13. júlí.
Blómagaðurinn Austurvelli, kl. 17.
Líkt og undanfarin ár eru fyrstu tónleikar hátíðarinnar pikknikktónleikar á þjóðhátíðardegi. Ísfirska söngvatríóið Hljómórar kemur fram og flytur íslensk þjóðlög og gamla sálma í eigin útsetningum, sönglög Ísfirðingsins Jóns Ásgeirssonar við texta Halldórs Laxness og frumsamið efni um náttúruna, árstíðirnar og lífið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en þeir eru í sérstakri samvinnu við Ísafjarðarbæ og 17. júní-hátíðarhöldin. Tónleikagestir eru hvattir til að taka með sér teppi að sitja á og jafnvel smá nesti.
Hamrar, kl. 20.
Finnski píanóleikarinn Helga Karen kemur fram á opnunarhátíð Við Djúpið í Hömrum. Hún flytur tónlist úr ýmsum áttum frá 20. öldinni; finnska, bandaríska, þýska og meira að segja ísfirska en Hjálmar Helgi Ragnarsson á lítið verk á efnisskránni ásamt Morton Feldman, Uljas Pulkkis, Lisu Streich og Karlheinz Stockhausen.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
WE ARE ON – VIÐ DJÚPIÐ BEGINS
As in previous years, the Við Djúpið Music Festival kicks off in Ísafjörður as the nation celebrates Icelandic National Day. The festival program is closely intertwined with the town’s festivities, beginning with the opening of an art exhibition, continuing with a cozy outdoor concert in Blómagarðurinn, and concluding with the opening concert in Hamrar.
BOX OFFICE
Tickets for individual concerts can be purchased online or at the door.
Same goes for festival passes, they can be bought online as well as at our concert venues.
TODAY’S PRORGAM, JUNE 17HT
Eyrartún from 14:00
National Day celebrations take place at Eyrartún in Ísafjörður, beginning at 2 PM. The program includes speeches (including from the Fjallkona), choral singing, and a rain of candy. The centenary of the former hospital’s inauguration—originally opened on June 17, 1925—will also be marked. In honor of the occasion, the building will be open to the public from 14:30, and visual artist Elín Hansdóttir will open an exhibition in the Ísafjörður Art Museum housed in the beautiful buiding.
Outvert Art Space, Aðalstræti 22, 16:00
This year’s Við Djúpið Festival carries a Finnish theme, and part of the program is a visual art exhibition in collaboration with Outvert Art Space. Finnish artists Josefina Nelimarkka and Karoliina Hellberg present Parallel Dimensions, opening at 4 PM. All are welcome. The exhibition runs through July 13.
Flower Garden on Austurvöllur, 17:00
As in previous years, the festival’s first concert is a National Day picnic concert. The Ísafjörður-based vocal trio Hljómórar will perform Icelandic folk songs and old hymns in their own arrangements, along with songs by Ísafjörður composer Jón Ásgeirsson set to texts by Halldór Laxness, and original works inspired by nature, the seasons, and life itself. Admission is free. This concert is presented in collaboration with the town of Ísafjörður and the National Day celebrations. Guests are encouraged to bring a blanket and perhaps a small picnic.
Hamrar, 20:00
Finnish pianist Helga Karen performs at the opening concert of Við Djúpið in Hamrar. Her program spans diverse 20th-century works — Finnish, American, German, and even local — featuring pieces by Morton Feldman, Uljas Pulkkis, Lisa Streich, Karlheinz Stockhausen, and a miniature by Ísafjörður’s own Hjálmar Helgi Ragnarsson.
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival