Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefst á morgun, þriðjudaginn 17. júní, lýðveldisdaginn sjálfan. Hér fylgir öll dagskrá hátíðarinnar en bendum einnig á fyrri bréf þar sem kafað er eilítið betur í fólk og sögur bak við hátíðina:
MIÐASALA
Miða á einstaka tónleika má bæði kaupa á netinu og á tónleikastöðum.
Hátíðarpassar veita aðgang að öllum almennum tónleikum og afslátt að sérviðburðum, svo sem Sumarjazzi Jómfrúarinnar á laugardag, ógleymanlegu matarboði á föstudag og lokaveislu í Vigur. Handhafar hátíðarpassa geta haft samband í tölvupósti á hello@viddjupid.is til að kaupa miða á sérviðburði á sérstökum kjörum.
ÞRIÐJUDAGURINN 17. JÚNÍ – LÝÐVELDISDAGURINN
Eyrartún frá kl. 14
Hátíðahöld í tilefni 17. júní fara fram á Eyrartúni á Ísafirði og hefjast kl. 14. Ávörp, m.a. fjallkonu, kórsöngur og karamelluregn. Vígsluafmælis gamla sjúkrahússins verður einnig minnst en það var vígt 17. júní 1925. Af því tilefni verður húsið til sýnis frá 14:30 og myndlistarkonan Elín Hansdóttir opnar sýningu í sýningarsal Listasafns Ísafjarðar.
Gallerí Úthverfa, kl. 16
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er sveipuð finnskum blæ í ár og hluti af finnskri dagskrá hennar er myndlistarsýning í samvinnu við Gallerí Úthverfu þar sem finnsku myndlistarkonurnar Josefina Nelimarkka og Karoliina Hellberg sýna verk undir heitinu Parallel Dimensions. Sýningin opnar kl. 16 og þangað eru öll velkomin. Hún stendur til 13. júlí.
Blómagaðurinn Austurvelli, kl. 17.
Líkt og undanfarin ár eru fyrstu tónleikar hátíðarinnar pikknikktónleikar á þjóðhátíðardegi. Ísfirska söngvatríóið Hljómórar kemur fram og flytur íslensk þjóðlög og gamla sálma í eigin útsetningum, sönglög Ísfirðingsins Jóns Ásgeirssonar við texta Halldórs Laxness og frumsamið efni um náttúruna, árstíðirnar og lífið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en þeir eru í sérstakri samvinnu við Ísafjarðarbæ og 17. júní-hátíðarhöldin. Tónleikagestir eru hvattir til að taka með sér teppi að sitja á og jafnvel smá nesti.
Hamrar, kl. 20.
Finnski píanóleikarinn Helga Karen kemur fram á opnunarhátíð Við Djúpið í Hömrum. Hún flytur tónlist úr ýmsum áttum frá 20. öldinni; finnska, bandaríska, þýska og meira að segja ísfirska en Hjálmar Helgi Ragnarsson á lítið verk á efnisskránni ásamt Morton Feldman, Uljas Pulkkis, Lisu Streich og Karlheinz Stockhausen.
MIÐVIKUDAGURINN 18. JÚNÍ
Edinborgarhúsið, kl. 12:15
Á fyrstu hádegistónleikum sumarsins kemur fram ameríska píanótríóið Antigone sem hátíðargestir kynntust sumarið 2024. Á stuttum tónleikum bjóða þau upp á nokkuð íburðarmikla dagskrá sem samanstendur af tveimur verkum. Annarsvegar píanótríói eftir Kaija Saariaho og hinsvegar tríói eftir bandaríska tónskáldið Gabriela Lena Frank.
Hamrar, kl. 20
Kammerhópurinn Decoda hefur verið viðloðandi tónlistarhátíðina síðan árið 2011 og mætt til leiks í mismunandi myndum. Nú sækir hátíðina heim kvartett skipaður strengjum og klarinetti. Á tónleikum í Hömrum hljómar tónlist tveggja meistara, þeirra Mozarts og Messiean. Frábær kammertónlist í flutningi tónlistarfólks sem elskar að spila.
Í Decoda í ár eru Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari sem fyrst kom fram á hátíðinni 2009 með kammersveitinni Ísafold, klarinettleikarinn Carol McGonnel sem kom síðast vestur 2013 og svo hjónin Owen og Meena Bhasin Dalby. Þau komu til Ísafjarðar fyrst 2011 og aftur 2012 og 2013.
FIMMTUDAGURINN 19. JÚNÍ
Edinborg, kl. 12:15
Finnski arkitektinn og tónlistarmaðurinn Tuomas Toivonen flytur fjölbreytta dagskrá þar sem Kantele, þjóðarhljóðfæri Finna, er í forgrunni. Hann kynnir bæði gömul kvæði og lög en einnig eigin verk þar sem hann byggir á aldagamalli sagnahefð en færir til nútímans. Hér neðar í bréfinu er að finna viðtal við Tuomas.
Hamrar, kl. 20.
Listamenn hátíðarinnar með finnska píanistann Helgu Karen í broddi fylkingar flytja fjölbreytta tónlist frá Finnlandi. Á efnisskránni eru meðal annars strengjatríó eftir Jean Sibelius, verk fyrir einleiksselló eftir Kaija Saariaho, fyrir selló og harmoniku eftir Ilkka Kuusisto, bassaklarinett og selló eftir Kimmo Hakkola auk þess sem kantele eignast nýja vini. Fram koma Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Tuoivonen og Helga Karen.
FÖSTUDAGURINN 20. JÚNÍ
Edinborg kl. 12:15
Írski klarínettleikarinn Carol McGonnell býður upp á stutta einleikstónleika þar sem uppáhaldshljóðfæri margra er í forgrunni. Tónleikarnir eru tilvalinn upptaktur að sólstöðuhelginni.
Leynistaður en mæting við Edinborgarhús kl. 13:15.
Hátíðin efnir til matarveislu og öllum er boðið – sem kaupa miða. Á leynilegum stað hafa landsins skemmtilegustu veitingamenn slegið upp matarboði fyrir gesti þar sem úrval rétta sem gætu hafa sprottið úr Djúpinu eða fjallshlíðum fjarðanna eru bornir fram með svalandi drykkjum og tónlist að hætti hátíðarinnar. Ógleymanlegt matarboð sem þekkist ekki við Djúp.
Bryggjusalur Edinborgarhúss kl. 16:15
Þátttakendur í tónlistarleikjanámskeiði bjóða á stutta uppskerihátíð en alla vikuna hafa þau sótt námskeið í tónlist. aðgangur er ókeypis.
Hamrar kl. 20.
Sannkallaðir stórtónleikar þar sem vin- og söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius bjóða upp á veislu sönglaga þýska tónskáldsins Kurts Weills ásamt stórri hljómsveit listamanna hátíðarinnar. Lögin eru útsett fyrir tilefnið af Þórði Magnússyni og spanna feril Weills en í ár eru liðin 125 ár frá fæðingu hans.
Dokkan kl. 22:15
Síðkvöldstónleikar á Dokkunni, brugghúsi bæjarins, þar sem vinsæl söngvaskáld, Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK) og Ellis Ludwig-Leone (San Fermin) bjóða upp á nýja tónlist í félagi við hljóðfæraleikara úr kammerhópnum Decoda frá Bandaríkjunum.
Miðar á tónleikana eru ekki seldir í forsölu en hátíðarpassar gilda og miðar seldir við innganginn.
LAUGARDAGURINN 21. JÚNÍ – SUMARSÓLSTÖÐUR
Hamrar, Austurvegur 11, kl. 11
Nemendur á kammertónlistarnámskeiði hátíðarinnar koma fram á stuttum tónleikum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Logn, Hótel Ísafirði, kl. 13
Smurbrauðsveitingahúsið Jómfrúin hefur um árabil staðið fyrir sumarjazztónleikaröð á torginu fyrir aftan veitingastaðinn við Lækjargötu í Reykjavík. Tónleikaröðin hlaut í fyrra Íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins. Jómfrúin fagnar í ár 30 ára afmæli og af því tilefni mætir hún vestur í Djúp með smurbrauð, remúlaði og jazz.
Tríóið Djúpmenn leika en það skipa Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson. Þeir taka á móti gestum á tónleikapallinum og við lofum góðri stemmingu.
Hátíðarpassar tryggja gestum aðgang og veita afslátt á tónleikanna en innifalin í miðunum eru smurbrauð af sérstökum Ísafjarðarseðli Jómfrúarinnar.
Hamrar, kl. 17.
Það er blásið til tónlistarveislu á lokahátíð Við Djúpið. Fram koma listamenn hátíðarinnar í fjölbreyttri dagskrá sem spannar breytt bil tónlistarögunnar. Tríó eftir Daníel Bjarnason, glænýtt stykki fyrir píanó eftir Ellis Ludwig-Leone, kvartett eftir Schumann og La Follia í útsetningu Michi Wiancko er meðal þess sem boðið er upp á.
Vigur, kl. 19 – mæting á Sjóferðabryggju í Sundahöfn.
Í kjölfar lokatónleikanna halda listamenn hátíðarinnar ásamt föruneyti í veislu í eyjuna Vigur þar sem söngurinn ræður ríkjum. Gestum gefst tækfæri á slást í för í einstakt ævintýri sem lýkur á siglingu út Djúp í miðnætursólinni. Nokkrir miðar eru til sölu.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
THE FESTIVAL KICKS OFF TOMORROW – THE FULL PROGRAM
The Við Djúpið Music Festival begins tomorrow, Tuesday, June 17 — Iceland’s National Day. Below is the full festival program, and we also encourage you to check out our previous newsletters, which dives a bit deeper into the people and stories behind the festival.
BEST FRIENDS OFF STAGE – NOW ON STAGE AGAIN - Friday the 20th
IT'S A LIFESTYLE – NOT ONLY A MUSIC FESTIVAL - Saturday the 21st
BOX OFFICE
Tickets for individual concerts can be purchased online or at the door.
Festival passes grant access to all general concerts and include discounts to special events such as the Virgin’s Summer Jazz, an unforgettable dinner, and the closing celebration in Vigur. Pass holders can email hello@viddjupid.is to purchase tickets to special events at a reduced rate.
TUESDAY, JUNE 17 – ICELANDIC NATIONAL DAY
Eyrartún from 14:00
National Day celebrations take place at Eyrartún in Ísafjörður, beginning at 2 PM. The program includes speeches (including from the Fjallkona), choral singing, and a rain of candy. The centenary of the former hospital’s inauguration—originally opened on June 17, 1925—will also be marked. In honor of the occasion, the building will be open to the public from 14:30, and visual artist Elín Hansdóttir will open an exhibition in the Ísafjörður Art Museum housed in the beautiful buiding.
Outvert Art Space, Aðalstræti 22, 16:00
This year’s Við Djúpið Festival carries a Finnish theme, and part of the program is a visual art exhibition in collaboration with Outvert Art Space. Finnish artists Josefina Nelimarkka and Karoliina Hellberg present Parallel Dimensions, opening at 4 PM. All are welcome. The exhibition runs through July 13.
Flower Garden on Austurvöllur, 17:00
As in previous years, the festival’s first concert is a National Day picnic concert. The Ísafjörður-based vocal trio Hljómórar will perform Icelandic folk songs and old hymns in their own arrangements, along with songs by Ísafjörður composer Jón Ásgeirsson set to texts by Halldór Laxness, and original works inspired by nature, the seasons, and life itself. Admission is free. This concert is presented in collaboration with the town of Ísafjörður and the National Day celebrations. Guests are encouraged to bring a blanket and perhaps a small picnic.
Hamrar, 20:00
Finnish pianist Helga Karen performs at the opening concert of Við Djúpið in Hamrar. Her program spans diverse 20th-century works — Finnish, American, German, and even local — featuring pieces by Morton Feldman, Uljas Pulkkis, Lisa Streich, Karlheinz Stockhausen, and a miniature by Ísafjörður’s own Hjálmar Helgi Ragnarsson.
JUNE 18 – WEDNESDAY
Edinborgarhúsið Cultural Center, 12:15 PM
The first lunchtime concert of the summer features the American piano trio Antigone, who festival goers were introduced to in the summer of 2024. In this short concert, the trio presents an ambitious programme consisting of two works: a piano trio by Kaija Saariaho and another by American composer Gabriela Lena Frank.
Hamrar, 8:00 PM
The chamber ensemble Decoda has been closely connected with the festival since 2011, appearing in various formations over the years. This summer, a trio of strings and a clarinet returns to Ísafjörður. Their programme features the music of two masters — Mozart and Messiaen — offering exceptional chamber music performed by musicians who truly love to play.
This year’s Decoda lineup includes cellist Sæunn Þorsteinsdóttir, who first performed at the festival in 2009 with the chamber orchestra Ísafold; clarinetist Carol McGonnell, last seen in the Westfjords in 2013; and the duo Owen and Meena Bhasinin Dalby.
THURSDAY, JUNE 19
Edinborg, 12:15 PM
Finnish architect and musician Tuomas Toivonen presents a varied program centered around the kantele, Finland’s national instrument. He will perform a selection of traditional songs and ballads, alongside his own compositions, which draw on centuries-old storytelling traditions while bringing them into a contemporary context.
You’ll find an interview with Tuomas further down in this letter.
Hamrar, 8:00 PM
Festival artists, led by Finnish pianist Helga Karen, present a diverse program of music from Finland. The evening includes a string trio by Jean Sibelius, work for solo cello by Kaija Saariaho, a duet for cello and accordion by Ilkka Kuusisto, a piece for bass clarinet and cello by Kimmo Hakola, and new friendships for the kantele.
Performers include Decoda, Liam Battle, Hildigunnur Einarsdóttir, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Tuomas Toivonen, and Helga Karen.
FRIDAY, JUNE 20
Edinborg, 12:15 PM
Irish clarinetist Carol McGonnell presents a short solo recital spotlighting what many consider their favorite instrument. This lunchtime concert is a perfect prelude to the solstice weekend.
Secret location, at 13:15 – leaving from Edinborgarhús, Aðalstræti 7
You are invited to a feast — if you have a ticket in hand. At a secret location, Iceland’s most fun culinary minds will host a long-table feast featuring flavors inspired by the sea, the mountains, and the fjords. Expect refreshing drinks, beautiful surroundings, and music in true Við Djúpið style.
Hamrar, 8:00 PM
A grand evening concert featuring vocalists and friends Hildigunnur Einarsdóttir and Sigríður Thorlacius, who bring to life the songs of German composer Kurt Weill alongside the festival ensemble. The arrangements, specially made for this occasion by Þórður Magnússon, span Weill’s career.
SATURDAY, JUNE 21 – SUMMER SOLSTICE
Hamrar, 11:00
Students of the festival’s chamber music masterclass give a short concert free of charge for the public.
Logn, Hótel Ísafjörður, 13:00
For years, the Reykjavík-based restaurant Jómfrúin has hosted a summer jazz concert series on the square behind their Lækjargata location – a series that won the Icelandic Music Award for Event of the Year in 2023. This year, Jómfrúin celebrates its 30th anniversary by heading to the Westfjords with their signature open sandwiches, remoulade, and a generous serving of jazz.
The trio Djúpmenn — Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson, and Kristinn Gauti Einarsson — will perform and host the event. We promise great vibes and excellent food. Note that passholders get a special price.
Hamrar, 17:00
The final concert of Við Djúpið brings together festival artists for a musical celebration that spans centuries and styles. The program includes a trio by Daníel Bjarnason, a brand new solo piano work by Ellis Ludwig-Leone, a quartet by Schumann, and La Follia arranged by Michi Wiancko, among others.
Vigur, 19:00 – meeting point is the Sjóferðir Pier in Sundahöfn harbor
Following the final concert of the festival, artists are invited to a magical evening on the island of Vigur. A few lucky guests can join the group — but spots are limited. The boat departs from Sundahöfn at 19:00 with Sjóferðir. After a short sail, local hosts greet the group and lead a walk around the island, offering panoramic views of Ísafjarðardjúp.
The evening continues with a celebratory dinner, traditional songs, and good company before everyone sets sail again, now into the golden stillness of the midnight sun.
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival