Við höldum áfram að kafa dýpra í dagskrá tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið sem hefst innan tveggja vikna á Ísafirði. Í dag skoðum við föstudaginn 20. júní sem er óvenju viðburðaríkur.
Í aðdraganda sumarsólstöðunnar hefur hátíðin gefið út endurbættan lagalista sinn Midnight Sun Hunting sem er sérstaklega hugsaður fyrir langar sumarnætur. Hann geymir tónlist sem hefur tengingu við hátíðina, fyrri flytjendur og Ísafjörð.
Sala hátíðarpassa stendur yfir á netinu. Passarnir innihalda:
Aðgang að öllum tónleikum á aðalsviði hátíðarinnar í Hömrum.
Aðgang að öllum hádegistónleikum í Edinborg.
Aðgang að tónleikunum Live at Dokkan: Söngvaskáld.
Forgang að sætum og afslátt á miðum á Sumarjazz Jómfrúarinnar.
Afslátt af öðrum hliðarviðburðum hátíðarinnar, svo sem ógleymanlegu matarboði og lokaveislu í Vigur.
Hátíðarpassarnir verða að sjálfsögðu líka til sölu á tónleikastöðunum.
FÖSTUDAGURINN 20. JÚNÍ
Þegar hér er komið við sögu er hátíðin farin að styttast í annan endann og um leið að ná hápunkti. Þrennir tónleikar eru á dagskrá, auk uppskerutónleika tónlistarleikjanámskeiðsins (í Edinborgarhúsi kl. 16:15), allir mjög ólíkir að formi, gerð og efnisvali. Klarínett í hádeginu, Kurt Weill á stórtónleikum í Hömrum og svo söngvaskáld á Dokkunni síðkvölds.
Edinborg kl. 12:15
Írski klarínettleikarinn Carol McGonnell býður upp á stutta einleikstónleika þar sem uppáhaldshljóðfæri margra er í forgrunni. Tónleikarnir eru tilvalinn upptaktur að sólstöðuhelginni.
Hamrar kl. 20.
Sannkallaðir stórtónleikar þar sem vin- og söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius bjóða upp á veislu sönglaga þýska tónskáldsins Kurts Weills ásamt stórri hljómsveit listamanna hátíðarinnar. Lögin eru útsett fyrir tilefnið af Þórði Magnússyni og spanna feril Weills en í ár eru liðin 125 ár frá fæðingu hans.
Dokkan kl. 22:15
Síðkvöldstónleikar á Dokkunni, brugghúsi bæjarins, þar sem vinsæl söngvaskáld, Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK) og Ellis Ludwig-Leone (San Fermin) bjóða upp á nýja tónlist í félagi við hljóðfæraleikara úr kammerhópnum Decoda frá Bandaríkjunum.
Miðar á tónleikana eru ekki seldir í forsölu en hátíðarpassar gilda.
SYNGJA LOKS SAMAN Á NÝ
Föstudagskvöldið 20. júní dregur til tíðinda í dagskrá hátíðarinnar. Söng- og vinkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius bjóða þá til söngveislu þar sem tónlist þýska tónskáldsins Kurts Weills verður gerð skil. Með Sigríði og Hildigunni á sviðinu verður úrval listamanna hátíðarinnar í stærri og smærri samspilshópum en tónlistin hefur sérstaklega verið útsett fyrir tilefnið af Þórði Magnússyni tónskáldi.
Menningarfréttabréfið Edda og Greipur mæla með ræddi við þær stöllur fyrr í vor.
Þrátt fyrir góða vináttu og sambærilegan starfsvettvang hafa Sigríður og Hildigunnur ekki mikið komið fram saman, allavega ekki í seinni tíð:
STh: Við kynntumst í MH, sungum saman þar í kór í árafjölda. Hildigunnur alt og ég sópran. Pössuðum okkur á að standa helst hlið við hlið því raddirnar okkar hljómuðu svo vel saman.
HE: Já, fundum strax hvað okkar raddir hljómuðu vel saman.
STh: Fyrir utan hvað karakterar okkar áttu vel saman. Sungum svo eitt gott sumar saman í skapandi sumarhópi, Glymskröttum, á vegum Hins Hússins.
HE: Við elskuðum að syngja saman við hin og þessi tækifæri og þegar við bjuggum saman í nokkra mánuði í París var það ósjaldan sem við brustum í söng. Eins og Sigríður segir frá sungum við saman í Glymskröttunum og þar sungum við m.a. Speak low eftir Kurt Weill.
Svo skýtur hún upp kollinum, þessi hugmynd að setja saman portrait-tónleika með tónlist Weills og söngkonurnar leita til tónlistarhátíðarinnar með þá tillögu að syngja nýjar útsetningar á verkum hans.
STh: Við fórum svo í sitthvora áttina ef svo má segja, sönglega það er. Hildigunnur hélt áfram í klassískum söng en ég í jazzsöng. Við höfum svo rætt það allar götur síðan að okkur langi til að gera eitthvað saman, finna flöt fyrir okkur tvær. Svo duttum við niður á þessa hugmynd - að syngja Kurt Weill.
HE: Já, þó að við höfum farið í ólíkar áttir í söngnámi þá finnst okkur eins og söngstílar okkar mætist í músík Kurts Weills. Það er vel hægt að leyfa óperustílnum að taka yfir í mörgum leikhúslaganna, en einhvernveginn má djassa þetta allt líka.
STh: Því hann er svona ólíkindatól og músíkin hans svo allskonar og þvert á stíla.
Kurt Weill er fæddur aldamótarið 1900 og lést úr hjartaáfalli aðeins 50 ára, árið 1950. Þannig eru í ár liðin 125 ár frá fæðingu og 75 ár frá dánardegi hans. Hann var þýskur, tónskáld sem hóf feril sinn á 3. áratug síðustu aldar eftir nám í Berlín. Hann varð fljótt þekktur fyrir samstarf sitt við leikskáldið Bertolt Brecht, sem leiddi m.a. af sér Túskildingsóperuna (1928). Hann flúði Þýskaland Nasista og starfaði í París og síðar í Bandaríkjunum, þar sem hann samdi m.a. Lady in the Dark (1941) og Street Scene (1947). Verk hans einkennast af félagslegum boðskap og samstarfi við virt ljóðskáld og leikritahöfunda.
Þó Weill hafi ekki verið trúaður samdi hann tónverk byggð á gyðinglegum hefðum, t.d. The Eternal Road og útsetningu á Kiddush. Hann giftist leikkonunni Lotte Lenya árið 1926 og þau voru nánir félagar allt hans líf.
Hvenær mætir Kurt Weill fyrst inn í líf söngkvennanna?
STh: Ég held að ég hafi fyrst heyrt um og af Kurt í einhverju grúski uppúr unglingsárum. Þá tengt áhuga á jazz músík. Svo datt inn lag og lag á lista hjá mér í söngnámi, sérstaklega í FÍH.
HE: Ég kynntist þessari tónlist mjög snemma á minni lífsleið. Móðir mín og hennar vinkonur, Jóhanna Þórhalls og Magga Pálma og fleiri, sungu mörg laga Weills á hverskonar giggum og uppákomum og settu svo seinna upp prógram með lögum eftir hann í Iðnó. Ég var á að giska 10 ára gömul og fylgdist stíft með æfingaferli og lærði lögin og heillaðist mjög.
Eins og kom fram verða Sigríður og Hildigunnur ekki einar á sviðinu í Hömrum á. Með þeim leika Helga Karen píanóleikari frá Finnlandi, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmonikuleikari frá Ísafirði, kammerhópurinn Decoda frá Bandaríkjunum og meðlimir Antigone-píanótríósins, einnig frá Bandaríkjunum, svo einhver séu nefnd.
Á hverju eiga tónleikagestir von?
STh: Við völdum einfaldlega okkar uppáhaldslög, það kom náttúrulega. Lögin eru héðan og þaðan. Úr óperum, söngleikjum og kabarettum. Á ensku, frönsku og þýsku. Og eitt syngjum við á íslensku í skemmtilegri þýðingu Þorsteins frá Hamri. Reynum að passa uppá fjölbreytnina og að hafa alla litina með. Alla stílana. Svo er auðvitað blessað kirsuberið í þessu öllu saman - töfrandi og fallegar útsetningar Þórðar Magúussonar sem líma þetta allt saman svo undurvel og fallega.
Eru einhver uppáhalds?
HE: Mitt uppáhalds er ávallt Je ne t´aime pas – hvílíkur tilfinningarússibani! Elska það.
STh: Ég á mér eitt. Litið og sætt undurfagurt lag um litla stjörnu. Það er úr samnefndum söngleik frá 1949 og heitir Lost in the stars.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Fyrir utan fréttabréfið sem þú ert að lesa er Instagram-reikningur hátíðarinnar góð leið til að fylgjast með Við Djúpið.
BEST FRIENDS OFF STAGE – NOW ON STAGE AGAIN
We continue to dive deeper into the program of the Við Djúpið Music Festival, which kicks off in less than two weeks in Ísafjörður. Today we take a closer look at Friday, June 20, an unusually eventful day in the festival calendar.
In the lead-up to the summer solstice, the festival has released an updated version of its playlist Midnight Sun Hunting, specially curated for long summer nights. It features music connected to the festival, past performers, and Ísafjörður itself.
Festival passes are now available online. Each pass includes:
Access to all mainstage concerts at Hamrar.
Access to all lunchtime concerts at Edinborg.
Admission to Live at Dokkan: Songwriters.
Priority seating and discounted tickets to the Jómfrúin Summer Jazz concert.
Discounts on other festival events, including the unforgettable dinner party and closing celebration on the island of Vigur.
Festival passes will of course also be available for purchase at the concert venues.
FRIDAY, JUNE 20
At this point in the festival, Við Djúpið is approaching its final days—and reaching its peak. Three concerts are scheduled, along with a showcase performance from the children’s music workshop (Edinborg at 4:15 PM). Each event offers something unique: clarinet at noon, Kurt Weill in the evening, and singer-songwriters late at night at the local brewery.
Edinborg, 12:15 PM
Irish clarinetist Carol McGonnell presents a short solo recital spotlighting what many consider their favorite instrument. This lunchtime concert is a perfect prelude to the solstice weekend.
Hamrar, 8:00 PM
A grand evening concert featuring vocalists and friends Hildigunnur Einarsdóttir and Sigríður Thorlacius, who bring to life the songs of German composer Kurt Weill alongside the festival ensemble. The arrangements, specially made for this occasion by Þórður Magnússon, span Weill’s career.
Dokkan, 10:15 PM
Late-night music at Dokkan, the town’s brewery, where celebrated singer-songwriters Sorcha Richardson, Bridie Monds-Watson (SOAK), and Ellis Ludwig-Leone (San Fermin) perform new songs alongside musicians from the American chamber group Decoda.
Tickets for the Live at Dokkan-concert are not sold individually in advance, but are included with the festival pass.
BACK ON STAGE AGAN – LONGTIME FRIENDS HILDIGUNNUR AND SIGRÍÐUR
Friday evening, June 20, marks a highlight in the festival program. Singer-friends Hildigunnur Einarsdóttir and Sigríður Thorlacius invite audiences to a musical feast celebrating the works of German composer Kurt Weill. Joining them on stage will be a selection of festival artists in larger and smaller chamber groups, with music specially arranged for the occasion by composer Þórður Magnússon.
Edda & Greipur's Culture Newsletter spoke with the duo earlier this spring.
Despite their close friendship and similar musical careers, Sigríður and Hildigunnur haven’t often performed together — at least not in recent years:
STh: We met in college at MH, singing in choir for years. Hildigunnur sang alto, I was soprano. We made sure to stand side by side — our voices blended so well together.
HE: Yes, we immediately heard how our voices resonated beautifully.
STh: And our personalities also matched perfectly. One summer, we sang together in a creative youth group, Glymskrattarnir, organized by Hitt Húsið.
HE: We loved singing together whenever the opportunity came up. And when we lived together in Paris for a few months, we would often burst into song. As Sigríður mentioned, we were in Glymskrattarnir and performed Speak Low by Kurt Weill there.
From that came the idea to build a portrait concert around Weill's music, and the singers approached the music festival with the proposal to perform newly arranged versions of his songs.
German composer Kurt Weill. Photo courtesy of the Kurt Weill Foundation for Music.
STh: We ended up taking different paths — vocally, at least. Hildigunnur continued in classical singing, and I in jazz. But we’ve always said we wanted to do something together, find a shared space. Then this idea came: Kurt Weill.
HE: Yes, even though our musical studies diverged, we feel like our styles meet in Weill’s music. You can really lean into the operatic style in many of his theatrical songs — but it all swings, too.
STh: He’s such a unique figure, and his music is so eclectic — it crosses styles and boundaries.
Kurt Weill was born in 1900 and died of a heart attack at just 50 years old, in 1950. This year marks the 125th anniversary of his birth and the 75th of his death. A German composer trained in Berlin, he rose to fame in the 1920s for his collaboration with playwright Bertolt Brecht, most notably The Threepenny Opera (1928). He fled Nazi Germany, worked in Paris, and later moved to the U.S., where he composed works like Lady in the Dark (1941) and Street Scene (1947). His music is known for its strong social themes and collaborations with prominent poets and playwrights.
Although Weill was not religious, he composed works based on Jewish traditions, such as The Eternal Road and an arrangement of Kiddush. He married actress Lotte Lenya in 1926, and they remained close companions throughout his life.
When did Kurt Weill first appear in the lives of these two singers?
STh: I think I first heard about Kurt during some teenage musical exploration, tied to my growing interest in jazz. Songs of his kept popping up on my repertoire list, especially during my time at FÍH.
HE: I was introduced to his music very early. My mother and her friends — Jóhanna Þórhalls, Magga Pálma, and others — often sang Weill’s songs at various gigs and events. Later, they even created a program of his songs at Iðnó. I must’ve been around ten years old, watching their rehearsals closely, learning the songs, and falling completely for the music.
As mentioned, Sigríður and Hildigunnur won’t be alone on stage in Hamrar. They’ll be joined by Finnish pianist Helga Karen, accordion player Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir from Ísafjörður, chamber ensemble Decoda from the U.S., and members of the Antigone Piano Trio, also from the U.S., to name a few.
What can audiences expect from the concert?
STh: We simply chose our favorite songs. They’re a mix from operas, musicals, and cabarets. In English, French, and German. And one in Icelandic — a lovely translation by Þorsteinn frá Hamri. We’ve tried to keep things varied, to include all the colors, all the styles. And of course, the cherry on top: Þórður Magnússon’s enchanting arrangements that tie everything together so beautifully.
Any favorites?
HE: Mine is always Je ne t’aime pas — what a rollercoaster of emotion! I love it.
STh: I’ve got one too. A little, sweet, gorgeous song about a small star. It’s from a 1949 musical of the same name: Lost in the Stars.
THE SOLSTICE WEEKEND
A four-day weekend filled with surprising events and diverse concerts, blending music from Finland, Kurt Weill, Iceland, and beyond.
June 19–21
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival