Við kynnum fyrir ykkur lokadag hátíðarinnar, laugardaginn 21. júní, daginn sem sólin er hæst á lofti.
Fyrir áhugasöm eru hér hlekkir á fyrri bréf um hátíðardagana:
MIÐASALAN Í FULLUM GANGI
Sala á einstaka tónleika og hátíðarpassa stendur yfir á vef hátíðarinnar og í appinu Stubbur en það má nálgast fyrir Apple-snjalltæki hér og í Google Store hér. Miðar á tónleika og hátíðarpassar eru líka seldir á tónleikastöðum.
Miðasala á sérviðburði hefst í dag. Nánar um það neðar í bréfinu.
Hátíðarpassar innihalda:
Aðgang að öllum tónleikum á aðalsviði hátíðarinnar í Hömrum.
Aðgang að öllum hádegistónleikum í Edinborg.
Aðgang að tónleikunum Live at Dokkan: Söngvaskáld.
Forgang að sætum og afslátt á miðum á Sumarjazz Jómfrúarinnar.
Afslátt af öðrum hliðarviðburðum hátíðarinnar, svo sem ógleymanlegu matarboði og lokaveislu í Vigur.
Handhafar hátíðarpassa geta haft samband í tölvupósti á hello@viddjupid.is til að kaupa miða á sérviðburði á sérstökum kjörum
LAUGARDAGURINN 21. JÚNÍ – SUMARSÓLSTÖÐUR
Lokadagur hátíðarinnar er tekinn snemma. Hann hefst með nemendatónleikum í Hömrum kl. 11. Því næst er komið að sumarjazzi Jómfrúarinnar í Reykjavík – smurbrauð, frískandi drykkir og jazz. Hátíðinni lýkur svo með tónlistarveislu í Hömrum kl. 17.
Logn, Hótel Ísafirði, kl. 13
Smurbrauðsveitingahúsið Jómfrúin hefur um árabil staðið fyrir sumarjazztónleikaröð á torginu fyrir aftan veitingastaðinn við Lækjargötu í Reykjavík. Tónleikaröðin hlaut í fyrra Íslensku tónlistarverðlaunin sem viðburður ársins. Jómfrúin fagnar í ár 30 ára afmæli og af því tilefni mætir hún vestur í Djúp með smurbrauð, remúlaði og jazz.
Tríóið Djúpmenn leika en það skipa Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson. Þeir taka á móti gestum á tónleikapallinum og við lofum góðri stemmingu.
Miðasala er hafin. Hátíðarpassar tryggja gestum aðgang og veita afslátt á tónleikanna en innifalin í miðunum eru smurbrauð af sérstökum Ísafjarðarseðli Jómfrúarinnar.
Hamrar, kl. 17.
Það er blásið til tónlistarveislu á lokahátíð Við Djúpið. Fram koma listamenn hátíðarinnar í fjölbreyttri dagskrá sem spannar breytt bil tónlistarögunnar. Tríó eftir Daníel Bjarnason, glænýtt stykki fyrir píanó eftir Ellis Ludwig-Leone, kvartett eftir Schumann og La Follia í útsetningu Michi Wiancko er meðal þess sem boðið er upp á.
Í kjölfar lokatónleikanna halda listamenn hátíðarinnar ásamt föruneyti í veislu í eyjuna Vigur þar sem söngurinn ræður ríkjum. Gestum gefst tækfæri á slást í för í einstakt ævintýri sem lýkur á siglingu út Djúp í miðnætursólinni. Nokkrir miðar eru til sölu og hefst sala þeirra í dag.
Nánar um hliðardagskrá hátíðarinnar hér að neðan.
EKKI BARA TÓNLISTARHÁTÍÐ – HELDUR LÍFSTÍLL
Undanfarið hefur hátíðin skapað sér sérstöðu meðal tónlistarhátíða á Íslandi með því að bjóða gestum upp á spennandi hliðardagskrá og viðburði sem tengjast tónleikadagskránni ekki beint. Þetta hefur mælst vel fyrir – bæði meðal erlendra gesta sem hafa keypt ferðapakka með gistingu og fleiru auk hátíðardagskrár og hliðarviðburða sem og innlendra gesta sem vilja bæta hátíðarævintýrið með nokkrum spennandi upplifunum. Enn er hægt að tryggja sér Solstice Weekend pakkann en nú er einnig hægt að kaupa nokkra af hliðarviðburðunum staka.
Skoðum þetta aðeins nánar.
ÓGLEYMANLEGT MATARBOÐ – SOLSTICE EXTRAVAGANZA
Föstudaginn 20. júní er efnt til matarveislu og öllum er boðið – sem kaupa miða. Á leynilegum stað hafa landsins skemmtilegustu veitingamenn slegið upp matarboði fyrir gesti þar sem úrval rétta sem gætu hafa sprottið úr Djúpinu eða fjallshlíðum fjarðanna eru bornir fram með svalandi drykkjum og tónlist að hætti hátíðarinnar.
Föstudagur, 20. júní. Mæting við Edinborgarhúsið kl. 13:15. Stendur til 17.
ATH: Handhafar hátíðarpassa fá miðann á sérstökum kjörum.
VIGUR GRAND FINALE – SIGLING, MATUR OG SÖNGUR
Að afloknum lokatónleikum hátíðarinnar er listamönnunum boðið í ævintýraferð í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Gestum gefst tækfæri að slást með í för en sætin eru takmörkuð. Siglt er frá Sundahöfn með Sjóferðum um kl. 19. Eftir stutta siglingu taka gestgjafarnir á móti gestum á bryggjunni og bjóða í gönguferð en hvergi er eins víðsýnt um Djúp en eins og úr Vigur. Þegar göngunni líkur er skálað fyrir vel heppnaðri hátíð og veislumatur borinn á borð sem hæfir íslenskri sveit. Eftir málsverðinn, söng og gleði er siglt út Djúpið til móts við eilífa miðnætursól.
Laugardagur, 21. júní. Mæting í Sundahöfn kl. 19:00. Stendur fram að miðnætti.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
Í aðdraganda sumarsólstöðunnar hefur hátíðin gefið út endurbættan lagalista sinn Midnight Sun Hunting sem er sérstaklega hugsaður fyrir langar sumarnætur. Hann geymir tónlist sem hefur tengingu við hátíðina, fyrri flytjendur og Ísafjörð.
In the lead-up to the summer solstice, the festival has released an updated version of its playlist Midnight Sun Hunting, specially curated for long summer nights. It features music connected to the festival, past performers, and Ísafjörður itself.
IT'S A LIFESTYLE – NOT ONLY A MUSIC FESTIVAL
We’re excited to share insights of the final day of the festival with you — Saturday, June 21 — the summer solstice.
For those interested, here are links to our earlier newsletters covering the previous festival days:
TICKET SALES IN FULL SWING
Tickets for individual concerts and festival passes are available now on our website. You can also purchase tickets and passes at the concert venues.
Ticket sales for special events open today — more on that further down in this letter.
Festival passes are now available online. Each pass includes:
Access to all mainstage concerts at Hamrar.
Access to all lunchtime concerts at Edinborg.
Admission to Live at Dokkan: Songwriters.
Priority seating and discounted tickets to the Jómfrúin Summer Jazz concert.
Discounts on other festival events, including the unforgettable dinner party and closing celebration on the island of Vigur.
Festival passes will of course also be available for purchase at the concert venues.
Pass holders can sand email to hello@viddjupid.is to purchase tickets to special events.
SATURDAY, JUNE 21 – SUMMER SOLSTICE
The final day of the festival begins early. We start with a student concert in Hamrar at 11:00. Then it’s time for The Jómfrúin Summer Jazz – open-faced sandwiches, refreshing drinks, and live jazz. The festival wraps up with a celebratory concert in Hamrar at 17:00.
Logn, Hótel Ísafjörður, 13:00
For years, the Reykjavík-based restaurant Jómfrúin has hosted a summer jazz concert series on the square behind their Lækjargata location – a series that won the Icelandic Music Award for Event of the Year in 2023. This year, Jómfrúin celebrates its 30th anniversary by heading to the Westfjords with their signature open sandwiches, remoulade, and a generous serving of jazz.
The trio Djúpmenn — Halldór Smárason, Valdimar Olgeirsson, and Kristinn Gauti Einarsson — will perform and host the event. We promise great vibes and excellent food.
Hamrar, 17:00
The final concert of Við Djúpið brings together festival artists for a musical celebration that spans centuries and styles. The program includes a trio by Daníel Bjarnason, a brand new solo piano work by Ellis Ludwig-Leone, a quartet by Schumann, and La Follia arranged by Michi Wiancko, among others.
After the concert, artists and guests head to island Vigur for a festive closing party where singalong takes center stage. A limited number of tickets are available for this unique midnight adventure, ending with a boat ride across the fjord under the midnight. Ticket sales begin today.
More on the festival's side events below.
COME FOR THE MUSIC – STAY FOR THE COMPANY
In recent years, Við Djúpið has carved out a unique place among Icelandic music festivals by offering an exciting side program alongside the main concert schedule. These events — some directly connected to the music, others more adventurous — have been especially popular with international guests who’ve booked package deals including accommodation and curated experiences, as well as Icelanders looking to expand their festival adventure with something extra. While Solstice Weekend packages are still available, select side events can now also be booked individually.
Let’s take a closer look.
UNFORGETTABLE FEAST – SOLSTICE EXTRAVAGANZA
On Friday, 20 June, guests are invited to a feast — with ticket in hand. At a secret location, Iceland’s most fun culinary minds will host a long-table feast featuring flavors inspired by the sea, the mountains, and the fjords. Expect refreshing drinks, beautiful surroundings, and music in true Við Djúpið style.
Friday, 20 June. Meet at Edinborgarhúsið at 13:15. Ends around 17:00.
Festival pass holders get a discounted ticket.
VIGUR GRAND FINALE – BOAT RIDE, DINNER & SONG
Following the final concert of the festival, artists are invited to a magical evening on the island of Vigur. A few lucky guests can join the group — but spots are limited. The boat departs from Sundahöfn at 19:00 with Sjóferðir. After a short sail, local hosts greet the group and lead a walk around the island, offering panoramic views of Ísafjarðardjúp.
The evening continues with a celebratory dinner, traditional songs, and good company before everyone sets sail again, now into the golden stillness of the midnight sun.
Saturday, 21 June. Meet at Sundahöfn at 19:00. Runs until midnight.
THE SOLSTICE WEEKEND
A four-day weekend filled with surprising events, inluding the ones mentioned above, and diverse concerts, blending music from Finland, Kurt Weill, Iceland, and beyond.
June 19–21
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival