English version below
Eftir viðburðaríkan fyrsta dag hátíðarinnar koma fram á öðrum degi hennar tveir kammerhópar frá Bandaríkjunum. Annar er að stíga sín fyrstu skref á hinu stóra tónleikasviði, hinn er öllu reyndari og hefur sótt hátíðina þrisvar sinnum, í ólíkum myndum.
MIÐASALA
Miða á einstaka tónleika má bæði kaupa á netinu og á tónleikastöðum.
Hátíðarpassar veita aðgang að öllum almennum tónleikum og afslátt að sérviðburðum, svo sem Sumarjazzi Jómfrúarinnar á laugardag, ógleymanlegu matarboði á föstudag og lokaveislu í Vigur. Handhafar hátíðarpassa geta haft samband í tölvupósti á hello@viddjupid.is til að kaupa miða á sérviðburði á sérstökum kjörum.
MIÐVIKUDAGURINN 18. JÚNÍ
Edinborgarhúsið, kl. 12:15
Á fyrstu hádegistónleikum sumarsins kemur fram ameríska píanótríóið Antigone sem hátíðargestir kynntust sumarið 2024. Á stuttum tónleikum bjóða þau upp á nokkuð íburðarmikla dagskrá sem samanstendur af tveimur verkum. Annarsvegar píanótríói eftir Kaija Saariaho og hinsvegar tríói eftir bandaríska tónskáldið Gabriela Lena Frank.
Hamrar, kl. 20




Kammerhópurinn Decoda hefur verið viðloðandi tónlistarhátíðina síðan árið 2011 og mætt til leiks í mismunandi myndum. Nú sækir hátíðina heim kvartett skipaður strengjum og klarinetti. Á tónleikum í Hömrum hljómar tónlist tveggja meistara, þeirra Mozarts og Messiean. Frábær kammertónlist í flutningi tónlistarfólks sem elskar að spila.
Í Decoda í ár eru Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari sem fyrst kom fram á hátíðinni 2009 með kammersveitinni Ísafold, klarinettleikarinn Carol McGonnel sem kom síðast vestur 2013 og svo hjónin Owen og Meena Bhasin Dalby. Þau komu til Ísafjarðar fyrst 2011 og aftur 2012 og 2013.
Með góðum kveðjum,
tónlistarhátíðin Við Djúpið
WEDNESDAY JUNE 18TH
After an eventful opening day, the second day of the festival features two chamber ensembles from the United States. One is taking its first steps onto the international concert stage, while the other is more seasoned — returning to the festival for the fourth time.
BOX OFFICE
Tickets for individual concerts can be purchased online or at the door.
Festival passes grant access to all general concerts and include discounts to special events such as the Virgin’s Summer Jazz, an unforgettable dinner, and the closing celebration in Vigur. Pass holders can email hello@viddjupid.is to purchase tickets to special events at a reduced rate.
JUNE 18 – WEDNESDAY
Edinborgarhúsið Cultural Center, 12:15 PM
The first lunchtime concert of the summer features the American piano trio Antigone, who festival goers were introduced to in the summer of 2024. In this short concert, the trio presents an ambitious programme consisting of two works: a piano trio by Kaija Saariaho and another by American composer Gabriela Lena Frank.
Hamrar, 8:00 PM
The chamber ensemble Decoda has been closely connected with the festival since 2011, appearing in various formations over the years. This summer, a trio of strings and a clarinet returns to Ísafjörður. Their programme features the music of two masters — Mozart and Messiaen — offering exceptional chamber music performed by musicians who truly love to play.
This year’s Decoda lineup includes cellist Sæunn Þorsteinsdóttir, who first performed at the festival in 2009 with the chamber orchestra Ísafold; clarinetist Carol McGonnell, last seen in the Westfjords in 2013; and the duo Owen and Meena Bhasinin Dalby.
Best wishes,
Við Djúpið Music Festival